Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016
28.7.2016 | 10:52
Smá ræpa um kúka í sandkassanum og niðurgang SDG á Útvarpi Sögu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í viðtali á útvarpi Sögu í gær að George Soros stæði á bak við birtingu Panama-skjalanna (SDG lætur orð sín um Soros falla ca. 43 mínútur inn í þennan þátt).
Ósköp á nú drengurinn bágt, hugsaði ég, er ég heyrði hann halda því fram að Soros stæði á bak við fall sitt. Sigmundur Davíð telur þessa samsæriskenningu sína jafnvel efni í heilan þátt á útvarpi Sögu. Er hann með sömu veikina og Trump?, hugsaði ég með sjálfum mér.
Megi Drottinn og önnur máttarvöld varna oss frá því að slíku gjálfri verði útvarpað yfir þann hluta þjóðarinnar sem nennir að hlusta á Útvarp Sögu. En orð SDG sýna, að enn meiri ástæða er að koma í veg fyrir frekari pólitískan frama hans í næstu kosningum. Það er skylda Framsóknarflokksins að losa sig við Sigmund - ef flokkurinn ætlar sér yfirleitt að lifa af.
Nú er nýjasta gúrkan sem menn naga í, eftir að flestum er orðið ljóst að hjartaspítalinn í Mosfellsbæ er spilaborg og hollenski "fjármálameistarinn" er uppskafningur, að ræða um rasistana og "kúkana" sem trymbillin Waage finnur í sandkassanum sínum.
Gunnar Waage kúkaveiðimaður hefur ugglaust gleymt einum rasista á topp-20 veiðilista sínum og gæti sá flotið frekar ofarlega á listum að mínu mati. Það er SDG, því Sigmundur endurlífgar nú gamlar hefðir í Framsóknarflokknum, sem maður hélt að hefðu endað sitt skeið. Gyðingahatur hefur því miður löngum loðað við forsvarsmenn Framsóknarflokksins. Það er engin tilviljun að það var Hermann Jónasson sem lét vísa gyðingum úr landi á Íslandi og sonur hans sem féll fyrir áróðurstrikki Arafats (sjá hér).
Ég hef áður skrifað um (sjá t.d. hér hér og hér) áráttu sumra Íslendinga að kenna útlendingum um sínar eigin svikamyllur og ófarir, sér í lagi gyðingum. Nokkrir höfuðpauranna í íslenska hruninu (margir telja hrunið vera afleiðingar einhvers óáþreifanlegs samsærismökkurs í útlöndum) höfðu þörf á því að svína á gyðinga, þegar upp komst um glæpi íslenskra banka- og athafnamanna. Fjöldi Íslendinga tók einnig þátt í þeim ásökunum með banka- og stjórnmálamönnum. Líkt og kaþólska kirkjan forðum, einnig altarisdrengurinn Hitler og múslímar, kennir og ákveðin gerð afar vitgrannra vinstri manna nútildags gyðingum um allt milli himins og jarðar. Það er alltaf billeg lausn að kenna gyðingum um allt.
Sjálfstæðisflokkurinn var reyndar nærri því sama marki brenndur og flokkurinn varð síðar athvarf fyrir fjölda íslenskra nasista eftir stríð (sjá hér). Kannski er það þess vegna að einstaka sagnfræðingur meðal sjálfstæðismanna er svo mikið kappsmál að klína gyðinghatri á Framsókn, en gleyma ósómanum í sínum eigin flokki.
Fjöldi múslímahatara á Íslandi er einnig sama marki brenndur þegar kemur að gyðingum. "Stuðningur" þeirra við Ísraelsríki einkennist oft af tvískinnungi og kemur oft einungis til svo hægt sé að réttlæta heiftarlegt og siðlaust hatur á minnihlutahóp í samfélaginu með svínshausum og blóði. Ísraelsríki er í flestum tilfellum enginn akkur af stuðningi íslenskra múslímahatara við ríkið. Múslímahatur kemur ekki veg fyrir starfsemi Hamas og annarra hópa sem hafa morð á gyðingum á stefnuskrá sinni.
En þetta hatur er sannkallaður vítahringur. Sá minnihlutahópur sem múslímahatarar hatast út í er heldur ekki barnanna bestur, því trú hans hefur einfaldlega sjálfskiptingu og innbyggt gyðingahatur. Prelátar múslíma hvetja til morða á gyðingum og öðrum í tíma og ótíma. Við höfum svo sannarlega vör við það á síðustu vikum - ekki bara á götum Jerúsalem og Tel Aviv - heldur um heim allan.
Fólk eins og Gunnar Waage sér líklega vart rasismann hjá Sigmundi fyrir stólpanum í augunum, því rasistaexpertinn í sandkassanum er vissulega líka rasisti þegar allt kemur til alls. Hann hatar gyðingana í Ísraelríki alveg eins og vinkona hans hún Erla Sema og fjarskyldur frændi hennar á Tyrklandi, hann Erdogan.
Sjálfsímynd sú sem Íslendinga hafa þróað með sér á 20. og 21. öld er mjög naív og hefur á stundum jaðrað við rasisma. Allt er hreinast, fallegast og best - og vitaskuld hreinna, fallegra og betra en annars staðar. Íslendingar hafa sterkustu karlana, vergjörnustu konurnar, bestu bankana, hreinasta vatnið og gáfaðasta fiskinn - svo ekki sé talað um tunguna uppi í fólki og málið. Orðbragðið upp á síðkastið bendir þó til þess að hreina mjólkin sé eitthvað farið að súrna í kokinu og iðrunum á hinum sanna, skyldleikaræktaða Íslendingi.
Íslendingar, og sér í lagi menn í valdastöðum, verða að læra að bera ábyrgð á eigin gerðum. Alveg sama hvað góðir og hreinir Íslendingar þeir eru, verða þeir að gera sér grein fyrir því að í landi þar sem þjóðkirkjan jafnt sem örgustu trúleysingjar leggja blessun sína yfir andgyðinglegan kveðskap 17. aldar, þá er til langtum fleiri rasistar en þessir 20 kúkar sem Gunnars Waage hefur safnað í sandkassanum sínum. Sumir kúkarnir finnast heldur ekki vel í svörtum sandi, því þeir eru óttaleg ræpa og jafnvel bölvað prump. Þökk sé Útvari Sögu, sem leyfði þjóðinni að heyra prump SDG í beinni. Menn kjósa kannski eftir því - þegar og ef leyft verður að kjósa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.7.2016 | 11:41
Hjartaáfall eða fjármálalóðarí í Mosfellsbæ?
Hjartaspítalinn í Mosfellsbæ er aðalgúrkan í augnablikinu. Trúa því nú fæstir að það sé nokkur glóra í þessu framtaki ellegar í kollóttu höfðinu á hinum hollenska fjármálameistara, Hendrikus Eberhard Middeldorp, sem nú gengur undir nafninu Henri þar sem hann boðar fagnaðarerindið í lúpínugrónum brekkunum fyrir ofan Mosfellsbæ.
Langar mig til að byrja með að benda lesendum mínum á nokkrar athuganir sem ég setti um hollenska "fjárfestinn" á FB Guðmundar Magnússonar blaðamanns og sagfræðinema með meiru. Einnig má benda fólki á lofsverða yfirferð Láru Hönnu á Stundinni.
Middeldorp á sér ævintýralega forsögu í Barcelona á Spáni, sem vert væri fyrir blaðamenn að glugga í. Það væri einnig fróðlegt fyrir auðtrúa, íslenska samstarfsaðila (les styrktaraðila) Middeldorps. Á Spáni átti Hendrikus Middeldorp t.d.aðild að fyrirtæki sem hann sofnaði árið 2000 og kallaði INTERSTATE MANAGEMENT GROUP SL. Það fyrirtæki hefur aldrei skilað ársreikningum til yfirvalda á Spáni. Hendrikus Eberhard Middeldorp er heldur ekki fyrrverandi bankamaður eins og hann hefur margoft haldið fram.
Hendrikus (Henri) Middeldorp er fæddur 15. maí 1955 í Schiedam í Hollandi. Þó hann segist vera ríkur bankamaður og framkvæmdastjóri (m.a.fjölda fyrirtæki sem innihalda nafnið Burbanks), á hann vart bót fyrir rassinn á sjálfum sér - nema líklega þá peninga sem hann lætur þá auðtrúa borga sér til að stjórna sirkusnum.
Hann skýrir nú fjármál hjartaspítalans þannig í Fréttablaðinu. Hann segir að ævintýrið
"verði fjármagnað með láni frá hollenska félaginu Burbanks Holding í gegnum annað hollenskt félag, Burbanks Capital, til MCPB með veði í spítalanum. Hann eigi sjálfur 51 prósent í Burbanks Holding sem eigi svo 98 prósent í MCPB. Fjármagnið sem fara eigi í spítalann sé hins vegar ekki í hans eigu heldur í eigu fjárfesta en sé í eignastýringu hjá Burbanks Holding."
Þetta þótti mér í meira lagi athyglisvert, því áður hafði því verið haldið fram að eitthvað sem hann kallaði Burbanks Trust and Investments stæði fyrir 49 % hlutafé fyrir Burbanks Holding og Middeldorp sjálfur væri "góður fyrir" 51% sem rynni til Burbanks Holding og svo til MCPB.
Ég er ekki fjármálasérfræðingur heldur fornleifafræðingur og gref því af og til, en nú hef ég bókstaflega kafað niður á botneðjuna í hinum gruggugu díkjum hollensks fjármálalífs til að finna upplýsingar um aðalfjárfestinn á hjartaspítalann og upplýsingar um Burbanks Holding, Burbanks Capital og Stichting Burbranks Trust and Investment, því ekkert fyrirtæki er til sem aðeins heitir Burbanks Trust and Investments.
Ég hafði samband við nokkrar stofnanir í Hollandi og fékk t.d. upplýsingar um fyrirtæki Middeldorps sem eru orðin nokkuð mörg, t.d. (sjá hér). Ítarlegri upplýsingar geta menn fengið hjá Kamer van Koophandel (Chamber og Commerce) fyrir smá borgun.
Hér getið þið séð haldgóðar upplýsingar um Burbanks Holding B.V. og hér um Stichting Burbanks Trust and Investments og hér um Burbanks Capital (réttu nafni Coöperatie Burbanks Capital U.A.).
Meðstjórnandinn rekur kaffihús í Belgíu
Herra Middeldrops, sem á sér enga fortíð í bankastarfsemi, er skráður sem stjórnandi og eigandi Burbanks Holding B.V. með Peter Lucien Hilda Verbeemen. Þeir leggja til 51% af fjárfestingum í Hjartaspítalann, samkvæmt upplýsingum sem RÚV hefur fengið hjá Middeldorp. Það vekur athygli mína að þetta fyrirtæki er skráð með 1 evru í kapital.
Það vekur einnig athygli mína að Peter Lucien Hilda Verbeemen, sem er kaffihúseigandi í bænnum Hasselt í Belgíu, þar sem hann rekur lítið kaffihús og bar sem ber nafnið De Witte á Maastrichterstraat 21. Samkvæmt upplýsingum sem finna má á netinu er ekki mikill gróði af þeim rekstri. Hr. Verbeemen hlýtur því að hafa auðgast af einhverju öðru en kaffi og bjór.
Ég hringdi því í morgun í Peter Lucien Hilda Verbeemen og spurði hann hvernig vera gæti að hann væri þáttakandi með kapítal að helmingi þess fjármangs sem færi í hjartaspítala á Íslandi. Mikið fát kom á blessaðan manninn og vísaði hann alfarið á meðstjórnanda sinn í Burbanks Holding B.V., Hendrikus Middeldorp, sem "væri inni í öllu þessu með fjármálin".
Er bæjarstarstjórnin í Mosfellsbæ í samstarfi við öldurhúseiganda í Hasselt í Belgíu um að byggja hjartaspítala? Ja - greinilega.
Skoðar maður gögn um Stichting Burbanks Trust and Invstements kemur í ljós, að hr. Middeldorp er með 0 (núll) starfsmenn í þessu félagi. Hann er heldur ekki með skrifstofu á heimilisfanginu sem gefið er upp í Eindhoven á heimasíðu spítalaævintýrsins. Middeldorp leitar hins vega nú í Belgíu að 10 manns til að vinna í 1-3 ár að verkefninu og gefur upp gmail tölvufang sitt (sjá hér).
Ritarinn í Burbanks Capital "framleiðir" Bandit Beverage
Skoðum svo Coöperatie Burbanks Capital U.A. sem Middeldorp nefnir einnig til sögunnar. Þar kemur einnig við sögu fyrrnefndu Peter Lucien Hilda Verbeemen, sem dags daglega lifir af því að skenkja bjór og kaffi, en ritari samvinnufélagsins er hinn íranskættaði hr. Dimitri Djahanbani, (fæddur 1968 í Hasselt í Belgíu og sem m.a. stendur í rekstri fyrirtækis sem kallast Bandit Beverage Company. Ekki veit ég hvaða drykki það fyrirtæki framleiðir, en skyldi það aðeins vera blávatnið sem hr. Middeldorp ætlar sér að selja frá Íslandi, líkt og orkuna og peningarnir sem hann "lánaði" í verksmiðju á Grundartanga, eða ódýra (ókeypis) græna orkan sem hann ætlaði að selja í Belgíu og svo framvegis, etc.,etc.?
Munu sjúklingarnir í Mosfellsbæ drekka sull frá Bandid Beverage Company ? Því get ég ekki svarað. En ég sé enga forsendu fyrir því að Dimitri Djahanbani (Djahnbani) sem líka er shaman og heilari í frítíma sínum, að standa í fjármálastjórn í samvinnufélaginu Burbanks Capital U.A. við byggingu spítala á Íslandi, þó hann sé kannski klár að búa til glæpamanndrykki í Belgíu. En ef til vill mun hann bjóða upp á Djanbani-heilun og Shamankransæðakokkteil á Hjartaspítalanum?
Hefur bæjarstjórnin í Mosfellsbæ, og allir gráðugu læknarnir sem ætla að vera með í hankípaníinu, samstarf við forstjóra sem stjórnar "milljarðafyrirtæki" úr ferðatöskunni sinni. Jú - greinilegt er að sumir Íslendingar eru arfavitlausir þegar þeir halda að peningar séu í sjónmáli.
Nú gerist hann óskammfeilinn
Hr. Middeldorp lét þessi orð fljúga nú í morgunn við Fréttablaðið
Hvernig getur þú grafið undan heilbrigðiskerfi ef kerfið er sjálft að grafa undir [sic] sér? spyr Middeldorp. Ef fólk kvartar undan því að við séum að rústa einhverju þá þarf að vera eitthvað til þess að rústa, ef svo má segja.
Þvílík óskammfeilni! Til er heiti fyrir slíka menn á hollensku: OPSCHEPPER, sem er af sama uppruna og íslenska orðið uppskafningur.
Manni leiðist enn meira en áður að sjá flóttamönnum vísað úr landi á Íslandi, þegar karlar eins og Hendrikus Middeldorp, sem fæddur er í Skítatjörn í Hollandi, fær að vaða uppi í boði gráðugra lækna og bæjarstjóra með brenglaða dómgreind, bara vegna þess að ákveðinn hluti þjóðarinnar er haldin sjúklegri græðgi og annar hlutinn barnslegri einfeldni.
Stuðningur við hryðjuverk | Breytt 27.7.2016 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Forhúðarverndarinn er nú orðinn forseti Norðurlandaráðs
- As Nice as Ninepence
- Looney British Politicians are still at large in the the EU -...
- Nú er það svart aftur, maður!
- Altin Türk tuvalet fircasi
- Hvað ungur nemur, gamall temur
- Brot úr kynningu íslenska síonistasambandsins á Hatara
- Nautheimska
- Nýtt flugfélag - VÖV air
- Katrín give's a kiss!
- Ísland best í heimi hér
- Laxness var líka dónakarl
- Svona er Fjölþreifingaþjóðfélagið
- Nú ætti Imba að vinna vinnuna sína...
- Íslensk píratafrú sýnir alheimsku sína
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.12.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1291366
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 100
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
-
Aðalbjörn Leifsson
-
Alexander Kristófer Gústafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Arnar Guðmundsson
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Benjamín Kári Danielsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Bwahahaha...
-
Einar G. Harðarson
-
Elfar Logi Hannesson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Faktor
- Fornleifafræðingafélag Íslands
-
FORNLEIFUR
-
Friðrik Agnar Ólafsson Schram
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
gudni.is
-
Guðjón Baldursson
-
Guðmundur Magnússon
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Guðni Karl Harðarson
-
Guðrún Una Jónsdóttir
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gulli litli
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Gunnsteinn Þórisson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Halldór Jónsson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Sigurðsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Eyvindarson
-
Heimir Tómasson
-
Helena Leifsdóttir
-
Helgi Seljan
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Himmalingur
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvítur á leik
-
Högni Snær Hauksson
-
Hörður Finnbogason
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingi Jensson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Jón Þór Ólafsson
-
K.H.S.
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Eysteinsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Linda
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
Mofi
-
Ólafur fannberg
-
Ólafur Jóhannsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólafur Valgeirsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Pétur Björgvin
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Ragnheiður
-
Ragnhildur Kolka
-
Rauða Ljónið
-
Róbert Björnsson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Rýnir
-
Samstaða þjóðar
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
S. Einar Sigurðsson
-
Sif Gylfadóttir
-
Sigurður Antonsson
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Sigurður Rúnar Sæmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Sindri Guðjónsson
-
Snorri Bergz
-
Snorri Óskarsson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Sveinn Tryggvason
-
Toshiki Toma
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Tryggvi Hjaltason
-
Upprétti Apinn
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Vefritid
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Þórarinn Sigurðsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Þráinn Jökull Elísson
Eldri færslur
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007